Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi.
„Þetta var Cargo-vél sem var að keyra eftir braut og er að snúa til að hefja flugtak þegar ún festist á brautarendanum. Við vitum ekki hvað olli þessu en það verður bara skoðað.“
Dráttartaug hafi verið notuð til að draga vélina en Guðjón segir að ekkert tjón hafi orðið á flugvélinni sjálfri.
„Hún er núna komin í loftið og allt komið í rétt horf.“