Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 09:55 Lögreglumennirnir gengu heldur harkalega fram við handtökuna. Miami-Dade Police Department Myndskeið af handtöku Tyreeks Hill, útherja Miami Dolphins í NFL-deildinni, úr líkamsmyndavél lögreglumanna sem framkvæmdu handtökuna hefur verið gefið út. Hegðun lögreglumannana þykir hneykslanleg og hefur Hill gagnrýnt viðkomandi. Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður. NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sjá meira
Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður.
NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sjá meira
Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31
Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25