Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 10:50 Árni H. Árnason er liðsmaður sveitarinnar The Vaccines. Iceland Music Árni Hjörvar Árnason hefur verið ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar. Í tilkynningu segir að Árni sé meðlimur hljómsveitarinnar The Vaccines sem hafi selt milljónir platna, sankað að sér hinum ýmsu verðlaunum og komið fram á hundruðum tónleika frá stofnun hennar í London árið 2010. „Samhliða tónlistarferlinum hefur Árni starfað við upptökustjórn ásamt því að sinna tónlistarblaðamennsku í hjáverkum. Undanfarin ár hefur hann einnig tekið að sér ráðgjöf, verkefnastjórnun og almannatengslastörf fyrir hönd Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Íslandsstofu. Starfshópur Tónlistarmiðstöðvar telur marga af helstu sérfræðingum landsins á sviði tónlistariðnaðar. Auk Árna Hjörvars, hafa þau Finnur Karlsson og Anna Rut Bjarnadóttir nýlega bæst í hóp starfsfólks miðstöðvarinnar. Finnur var í maí ráðinn verkefnastjóri tónverkasafns. Hann er með MMus og viðbótardiplóma í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið sem tónskáld, kirkjutónlistarmaður og tónlistarkennari, og hafa verk hans verið flutt af fjölmörgum hópum og hljómsveitum á borð við Cauda Collective, Dönsku útvarpshljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna Rut hefur tekið við stöðu verkefnastjóra. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá King’s College í London og hefur leitt fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum fyrir tónlistarhátíðir og stofnanir, svo sem Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík ásamt því að vinna kynningarstarf fyrir tónlistarfólk og útgáfufyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. María Rut Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar. Sérfræðingar Tónlistarmiðstöðvar eru Sigtryggur Baldursson og Signý Leifsdóttir sem voru framkvæmdastjórar forvera Tónlistarmiðstöðvar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Tónverkamiðstöðvar, auk Leifs Björnssonar sem áður starfaði hjá ÚTÓN. Vistaskipti Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að Árni sé meðlimur hljómsveitarinnar The Vaccines sem hafi selt milljónir platna, sankað að sér hinum ýmsu verðlaunum og komið fram á hundruðum tónleika frá stofnun hennar í London árið 2010. „Samhliða tónlistarferlinum hefur Árni starfað við upptökustjórn ásamt því að sinna tónlistarblaðamennsku í hjáverkum. Undanfarin ár hefur hann einnig tekið að sér ráðgjöf, verkefnastjórnun og almannatengslastörf fyrir hönd Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Íslandsstofu. Starfshópur Tónlistarmiðstöðvar telur marga af helstu sérfræðingum landsins á sviði tónlistariðnaðar. Auk Árna Hjörvars, hafa þau Finnur Karlsson og Anna Rut Bjarnadóttir nýlega bæst í hóp starfsfólks miðstöðvarinnar. Finnur var í maí ráðinn verkefnastjóri tónverkasafns. Hann er með MMus og viðbótardiplóma í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið sem tónskáld, kirkjutónlistarmaður og tónlistarkennari, og hafa verk hans verið flutt af fjölmörgum hópum og hljómsveitum á borð við Cauda Collective, Dönsku útvarpshljómsveitinni, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Anna Rut hefur tekið við stöðu verkefnastjóra. Hún er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá King’s College í London og hefur leitt fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum fyrir tónlistarhátíðir og stofnanir, svo sem Iceland Airwaves, Listahátíð í Reykjavík, ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík ásamt því að vinna kynningarstarf fyrir tónlistarfólk og útgáfufyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. María Rut Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar. Sérfræðingar Tónlistarmiðstöðvar eru Sigtryggur Baldursson og Signý Leifsdóttir sem voru framkvæmdastjórar forvera Tónlistarmiðstöðvar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Tónverkamiðstöðvar, auk Leifs Björnssonar sem áður starfaði hjá ÚTÓN.
Vistaskipti Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira