„Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 16:56 Brynhildur fann fyrst karlkyns könguló í vínberjaklasanum og henti henni í vaskinn án þess að pæla frekar í því. Eftir frekar grennslan fann hún síðan ekkjuna sjálfa. Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan. Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína. Dýr Matur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína.
Dýr Matur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira