Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 15:06 Ráðstefnan tókst einstaklega vel enda mikil ánægja með hana hjá þátttakendum og skipuleggjendum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar. Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira