Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:14 Konurnar giftu sig hjá sýslumanni þann 8. desember 2022. Viku síðar var sótt um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna. Tveimur vikum síðar var hún farin úr landi. Vísir/Vilhelm Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember. Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember.
Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira