Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 16:06 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er mótfallinn innrás í Líbanon en fregnir hafa borist af því að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka hann. EPA/ABIR SULTAN Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira