„Stemningin í Rocket League- samfélaginu er mjög góð og allir spenntir fyrir því að GR Verk Deildin sé að fara af stað,“ segir mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson. „Fjöldi liða verður svipaður og á síðasta keppnistímabili en hins vegar verður slatti af nýjum andlitum og það gerist ekki oft. Það hafa orðið miklar breytingar í liðunum þannig að það verður bara spennandi að sjá hvernig þau koma út,“ segir Stefán Máni.

Hann bætir við að það verði sérstaklega gaman að fylgjast með hvernig OGV reiði af eftir að hafa nælt sér í nýjan og mjög efnilegan leikmann. „Þór heldur auðvitað fast í titilinn enda eina liðið sem hefur ekki gert leikmannaskipti eftir seinasta tímabil.“
Stefán Máni segist sjálfur í raun hafa spilað Rocket League frá því leikurinn kom fyrst út 2015. „Fyrst spilaði ég í „split screen“ hjá vini mínum þegar ég var ellefu ára og spilaði hann áfram öðru hvoru eftir að ég fékk hann sjálfur.
Ég byrjaði svo að spila leikinn almennilega 2020, eftir að ég fann íslenska Rocket League-samfélagið og sá hvað það voru margir góðir og langaði að verða jafngóður sjálfur.“