Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.
Yfirfull fangelsi hafa leitt til þess að önnur ríki hafa skoðað að fara þessa leið, til að mynda Bretland.
„Okkar áskoranir í refsivörslukerfinu eru ekki séríslenskar heldur eru þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við, til dæmis Danmörk og Bretland, að glíma við sambærilegar áskoranir hvað varðar yfirfull fangelsi. Þau líta á þessa lausn sem raunhæfan möguleika til að leysa þann vanda,“ er haft eftir Guðrúnu.
Hlutfall erlendra fanga í afplánun á Íslandi var 28 prósent í fyrra og hefur aldrei verið hærra. Þá er meðalbiðtími eftir afplánun eitt ár og tíu mánuðir og á þriðja hundrað manns á boðunarlista.