Reyndist ekki faðir stúlknanna Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2024 12:52 Lögregla hafði afskipti af stúlkunum þegar þær komu til landsins með flugi 4. júlí 2023. Vísir/Vilhelm Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira