Janet Jackson biðst afsökunar á undarlegum ummælum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 17:54 Ummælin lét hún falla í viðtali við breska miðilinn Guardian. AP/Richard Shotwell Söngkonan Janet Jackson hefur beðið Kamölu Harris forsetaframbjóðanda afsökunar fyrir ummæli sem hún lét falla í hennar garð sem vöktu mikla reiði vestanhafs. Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley. Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley.
Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira