„Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 24. september 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01