Úkraínumenn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Marko Mihkelson, formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins, var ómyrkur í máli gagnvart Rússlandi í pallborðsumræðum í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hann segir varasamt að styðja ekki almennilega við bakið á Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. Vísir/Vilhelm Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira