Segir fjármálaráðherra ekki kunna að reikna Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2024 15:40 Sigurður Ingi stóð í ströngu á þinginu í dag og meðal þeirra sem saumuðu að fjármálaráherra var Jóhann Páll sem vildi ganga svo langt að segja Sigurð Inga ekki kunna að reikna. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sótti hart að Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra í ræðustól þingsins í óundirbúnum fyrirspurnum nú fyrir stundu. Hörð orðaskipti fóru þeirra á milli og sakaði Jóhann Páll Sigurð Inga um að kunna ekki að reikna. Sigurður Ingi sagði á móti að hann væri í það minnsta ekki einn af þeim sem allt vissu, og mátti greina hæðnistón og titring í röddu Sigurðar þegar hann sagði: „Það er af fullkomnu lítillæti að ég þykist ekki vera bestur í stærðfræði í heimi.“ Ásökunin um að ráðherra kynni ekki að reikna var hins vegar sett fram í samhengi við annað mál sem einnig hefur verið rætt í þingsal. Sigurður Ingi sagðist ekki þykjast vera bestur í stærðfræði í heimi. Siguryrðin gengu á víxl í þingsal í fyrirspurnartíma.vísir/vilhelm Í fyrirspurninni vildi Jóhann Páll vita um aðgerð sem finna má í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem hann segir jafngilda skerðingu á lífeyrisréttindum fólks sem hefur unnið slítandi störf og því örorkutíðni mikil. „Þarna fann ríkisstjórnin vasana til að seilast ofan í, þarna á aðhaldið að lenda samkvæmt stefnu þessarar ríkisstjórnar.“ Þetta gat ríkisstjórnin komið sér saman um Jóhann Páll sagði ríkisstjórnina ekki treysta sér að taka á sóun í ríkisrekstri né að laga skattkerfið svo ríkasta eina prósentið á Íslandi greiði, þótt ekki væri nema sama hlutfall í skatt og almennt launafólk. „Það má ekki nei – en það hlýtur að vera hægt, hugsar ríkisstjórnin, að kreista nokkra milljarða út úr lífeyrisþegum sem hafa unnið líkamlega og andlega krefjandi vinnu, fólkinu sem hefur greitt í sjóði eins og Gildi, Stapa, Festu, Lífeyrissjóð Rangæinga og Lífeyrissjóð Vestmannaeyja. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Framsókn, VG, Sjálfstæðisflokkur, þau takast á um hitt og þetta, en hér er aðgerð sem þau gátu komið sér saman um,“ sagði þingmaðurinn hæðnislega. Jóhann Páll hélt áfram og sagði að ef jöfnunarframlag ríkisins til lífeyrissjóða falli niður að fullu eins og ríkisstjórnin leggi til, þá verða lífeyrisgreiðslur hjá Gildi að meðaltali 30 þúsund krónum lægri á mánuði en hjá öðrum sjóðum. Hann spurði Sigurð Inga hvort honum þætti þetta réttlát niðurstaða? „Getur hæstvirtur ráðherra horft framan í verkafólk í landinu, getur hæstvirtur ráðherra horft framan í láglaunafólk og útskýrt hvers vegna fólkið sem hefur fyrst og fremst unnið erfiðisvinnu eigi að njóta miklu lakari lífeyrisréttinda heldur en annað launafólk?“ Allt rangt sem þingmaðurinn sagði Sigurður Ingi sagði á misskilningi byggt. „Ég held að það hafi nánast allt verið rangt sem háttvirtur þingmaður sagði.“ Þó væri rétt að nokkrir sjóðir væru þar sem örorkubirgðin væri meiri. Sigurður Ingi sagði beint framlag úr ríkissjóði ekki lausnina þegar um væri að ræða sjóði sem hefðu úr 8 þúsund milljörðum að spila, það væru djúpir vasar og nú væri að hugsa upp nýtt kerfi. Það samtal væri hafið. Tryggt verði að sjóðirnir sem væru með aukna byrgði yrðu ekki fyrir skerðingu. Jóhann Páll sagði með ólíkindum að ráðherra kæmi upp í pontu og vildi gefa til kynna að um ómálefnalega umræðu væri að ræða.vísir/vilhelm Jóhann Páll sagði ótrúlegt að verða vitni af þessu. Þetta er sami ráðherra og kom í síðustu viku og í fjarlagafrumvarpinu sínu fullyrðrði ranglega að verið væri að færa eldri borgum kjarabót upp á 138 þúsund króna. „Nokkuð sem hver sem skilur skerðingareglur almannatryggingarkerfisins veit að er rangt. Þetta er ráðherra sem kann ekki að reikna,“ sagði Jóhann Páll og var hinn æstasti. Sagði að ekki stæði steinn yfir steini hjá ráðherra og svo komi hann upp í pontu með hroka og láti eins og um sé að ræða ofboðslega ómálefnalega umræðu. „Hvers vegna vill ríkisstjórnin auka þennan mun enn frekar?“ Hvar er reiknivilla Sigurðar Inga? Jóhann Páll viðurkennir, í stuttu samtali við fréttastofu, hann vissulega hafa sakað fjármálaráherra um að hafa sakað fjármálaráðherra um að vera ekki alltof sleipur með reiknistokkinn. En hann var beðinn um að skýra þetta nánar. „Já, ég sagði þetta víst. Þetta er hart. En Í greinargerð fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar, og sjá má á blaðsíðu 38, er því haldið fram að 11.500 króna hækkun frítekjumarks eldra fólks skili eldra fólki 11.500 króna kjarabót á mánuði eða 138 þúsund króna kjarabót yfir árið.“ Jóhann fullyrðir að hækkunin skili flestu eldra fólki 5.200 króna kjarabót á mánuði eða 3.500 krónum eftir skatt sem þýðir 42 þúsund krónur yfir árið). „Við framsetninguna hefur ráðherra hins vegar láðst að taka tillit til þess að hækkun frítekjumarks um 11.500 krónur þýðir í raun að 11.500 króna lífeyrissjóðstekjur, sem áður ollu skerðingu á greiðslum Tryggingastofnunar upp á 5.175 krónur í 45 prósenta skerðingarhlutfalli, hætta að gera það.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir skort á sálfræðingum vandamál Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum. 24. september 2024 13:58 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hörð orðaskipti fóru þeirra á milli og sakaði Jóhann Páll Sigurð Inga um að kunna ekki að reikna. Sigurður Ingi sagði á móti að hann væri í það minnsta ekki einn af þeim sem allt vissu, og mátti greina hæðnistón og titring í röddu Sigurðar þegar hann sagði: „Það er af fullkomnu lítillæti að ég þykist ekki vera bestur í stærðfræði í heimi.“ Ásökunin um að ráðherra kynni ekki að reikna var hins vegar sett fram í samhengi við annað mál sem einnig hefur verið rætt í þingsal. Sigurður Ingi sagðist ekki þykjast vera bestur í stærðfræði í heimi. Siguryrðin gengu á víxl í þingsal í fyrirspurnartíma.vísir/vilhelm Í fyrirspurninni vildi Jóhann Páll vita um aðgerð sem finna má í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem hann segir jafngilda skerðingu á lífeyrisréttindum fólks sem hefur unnið slítandi störf og því örorkutíðni mikil. „Þarna fann ríkisstjórnin vasana til að seilast ofan í, þarna á aðhaldið að lenda samkvæmt stefnu þessarar ríkisstjórnar.“ Þetta gat ríkisstjórnin komið sér saman um Jóhann Páll sagði ríkisstjórnina ekki treysta sér að taka á sóun í ríkisrekstri né að laga skattkerfið svo ríkasta eina prósentið á Íslandi greiði, þótt ekki væri nema sama hlutfall í skatt og almennt launafólk. „Það má ekki nei – en það hlýtur að vera hægt, hugsar ríkisstjórnin, að kreista nokkra milljarða út úr lífeyrisþegum sem hafa unnið líkamlega og andlega krefjandi vinnu, fólkinu sem hefur greitt í sjóði eins og Gildi, Stapa, Festu, Lífeyrissjóð Rangæinga og Lífeyrissjóð Vestmannaeyja. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Framsókn, VG, Sjálfstæðisflokkur, þau takast á um hitt og þetta, en hér er aðgerð sem þau gátu komið sér saman um,“ sagði þingmaðurinn hæðnislega. Jóhann Páll hélt áfram og sagði að ef jöfnunarframlag ríkisins til lífeyrissjóða falli niður að fullu eins og ríkisstjórnin leggi til, þá verða lífeyrisgreiðslur hjá Gildi að meðaltali 30 þúsund krónum lægri á mánuði en hjá öðrum sjóðum. Hann spurði Sigurð Inga hvort honum þætti þetta réttlát niðurstaða? „Getur hæstvirtur ráðherra horft framan í verkafólk í landinu, getur hæstvirtur ráðherra horft framan í láglaunafólk og útskýrt hvers vegna fólkið sem hefur fyrst og fremst unnið erfiðisvinnu eigi að njóta miklu lakari lífeyrisréttinda heldur en annað launafólk?“ Allt rangt sem þingmaðurinn sagði Sigurður Ingi sagði á misskilningi byggt. „Ég held að það hafi nánast allt verið rangt sem háttvirtur þingmaður sagði.“ Þó væri rétt að nokkrir sjóðir væru þar sem örorkubirgðin væri meiri. Sigurður Ingi sagði beint framlag úr ríkissjóði ekki lausnina þegar um væri að ræða sjóði sem hefðu úr 8 þúsund milljörðum að spila, það væru djúpir vasar og nú væri að hugsa upp nýtt kerfi. Það samtal væri hafið. Tryggt verði að sjóðirnir sem væru með aukna byrgði yrðu ekki fyrir skerðingu. Jóhann Páll sagði með ólíkindum að ráðherra kæmi upp í pontu og vildi gefa til kynna að um ómálefnalega umræðu væri að ræða.vísir/vilhelm Jóhann Páll sagði ótrúlegt að verða vitni af þessu. Þetta er sami ráðherra og kom í síðustu viku og í fjarlagafrumvarpinu sínu fullyrðrði ranglega að verið væri að færa eldri borgum kjarabót upp á 138 þúsund króna. „Nokkuð sem hver sem skilur skerðingareglur almannatryggingarkerfisins veit að er rangt. Þetta er ráðherra sem kann ekki að reikna,“ sagði Jóhann Páll og var hinn æstasti. Sagði að ekki stæði steinn yfir steini hjá ráðherra og svo komi hann upp í pontu með hroka og láti eins og um sé að ræða ofboðslega ómálefnalega umræðu. „Hvers vegna vill ríkisstjórnin auka þennan mun enn frekar?“ Hvar er reiknivilla Sigurðar Inga? Jóhann Páll viðurkennir, í stuttu samtali við fréttastofu, hann vissulega hafa sakað fjármálaráherra um að hafa sakað fjármálaráðherra um að vera ekki alltof sleipur með reiknistokkinn. En hann var beðinn um að skýra þetta nánar. „Já, ég sagði þetta víst. Þetta er hart. En Í greinargerð fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar, og sjá má á blaðsíðu 38, er því haldið fram að 11.500 króna hækkun frítekjumarks eldra fólks skili eldra fólki 11.500 króna kjarabót á mánuði eða 138 þúsund króna kjarabót yfir árið.“ Jóhann fullyrðir að hækkunin skili flestu eldra fólki 5.200 króna kjarabót á mánuði eða 3.500 krónum eftir skatt sem þýðir 42 þúsund krónur yfir árið). „Við framsetninguna hefur ráðherra hins vegar láðst að taka tillit til þess að hækkun frítekjumarks um 11.500 krónur þýðir í raun að 11.500 króna lífeyrissjóðstekjur, sem áður ollu skerðingu á greiðslum Tryggingastofnunar upp á 5.175 krónur í 45 prósenta skerðingarhlutfalli, hætta að gera það.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir skort á sálfræðingum vandamál Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum. 24. september 2024 13:58 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sigurður Ingi segir skort á sálfræðingum vandamál Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum. 24. september 2024 13:58