Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2024 06:40 Blaðamenn safnast saman við byggingu sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í einu af úthverfum Beirút. AP/Hassan Ammar Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira