Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2024 19:50 Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir/Einar Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. „Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“ Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46