Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 15:55 Svandís Svavarsdóttir stefnir á að verða formaður VG. Hvort af því verður ræðst á landsfundi flokksins í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan. Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Sem stendur hefur Svandís ein tilkynnt um framboð til embættis formanns Vinstri grænna. Fundurinn fer fram í Reykjavík, fyrstu helgina í október. Fylgi hreyfingarinnar hefur mælst um eða undir fjórum prósentum undanfarna mánuði. Í nýjustu könnun Maskínu var það 3,7 prósent og flokkurinn í hættu á að detta út af þingi. Fyrir landsfundi liggur tillaga um að VG dragi sig úr stjórnarsamstarfinu og boðað verði til kosninga. Svandís segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram í aðdraganda landsfundar. „Ég held að það sé mikilvægt, og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,“ sagði Svandís, sem var gestur Heimis Más Péturssonar í samtalinu á Vísi í dag. Búið sé að ráðstafa sérstökum tíma á fundinum til að ræða stöðu VG í samstarfinu. Það telur Svandís jákvætt. Betri taktur með vorkosningum Á þriðjudag sagði Svandís að hún teldi best að kosið yrði til Alþingis í vor, en miðað við fullt kjörtímabil yrði kosið í seinni hluta september. „Ég sagði það vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, og hef alltaf verið, að það fari betur á þeim takti að ljúka kjörtímabili að vori, kjósa, mynda ríkisstjórn og undirbúa fjárlög. Að við séum í þeim takti, frekar en kosningabaráttu yfir sumar.“ Hún geri ekki ráð fyrir öðru en að mismunandi skoðanir komi fram á fundinum, en segir mikilvægt að fólk nái að stilla sig saman og koma sameinað þaðan út. Óbindandi niðurstaða sem erfitt yrði að hundsa Spurð hvort þingflokkur VG væri bundinn af því sem ákveðið væri á landsfundi sagði Svandís að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn auðvitað ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. „En um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki, óháð öllum formsatriðum.“ Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hundsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ sagði Svandís og bætti við að í stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, þyrfti grasrótin að fá súrefni og næði til þess að ræða kosti og galla þeirrar stöðu sem uppi er. Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Samtalið Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira