Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 15:58 Hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 hefur verið til eintómra vandræða undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði. Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði.
Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira