„Gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. september 2024 19:49 Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, skoraði og fiskaði vítaspyrnu í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA vann 1-3 sigur gegn Fylki á Würth-vellinum. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, var á skotskónum en fagnaði ekki markinu þar sem hann spilaði með Fylki árið 2013. „Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum. KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sjá meira
„Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum.
KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sjá meira