Saka rússneskan flugmann um „ófagmannlega“ hegðun Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 16:11 Rússnesk orrustuþota af gerðinni Su-35 og Tu-95 sprengjuflugvél er hér í bakgrunni. NORAD Herforingi í flugher Bandaríkjanna segir rússneska flugmenn hafa hagað sér mjög ófagmannlega þegar bandarískir flugmenn flugu að fjórum rússneskum herflugvélum nærri Alasaka. Flugvélarnar fjórar sáust á ratsjám þann 23. september og voru flugmenn sendir til móts við þær. Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna. Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Þá höfðu Rússarnir flogið inn á svokallað varnarsvæði Bandaríkjanna og Kanada, en það er svæði sem liggur fyrir utan formlega lofthelgi en þykir svo nærri lofthelginni að óvinir gætu ógnað öryggi Bandaríkjanna og Kanada. Því eru herþotur sendar til móts við óþekktar flugvélar á þessu svæði. Þegar einni orrustuþotu var flogið í átt að Tupolev Tu-95 sprengjuflugvél, sem kölluð hefur verið „Björn“ í gegn um árin, var rússneskri Su-35 orrustuþotu flogið þar á milli og mjög nærri bandarísku, eða kanadísku, orrustuþotunni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum. Gregory M. Guillot, herforingi í flugher Bandaríkjanna, sem stýrir vörnum sameiginlegrar lofthelgi Bandaríkjanna og Kanada (NORAD), segir í yfirlýsingu að flugmaður einnar Su-35 herþotu hafa hagað sér með óábyrgum og ófaglegum hætti. Hegðun hans hafi ógnað lífi fólks og eigi hún ekki að sjást hjá flugmönnum í atvinnuherjum. “On Sept 23, 2024, NORAD aircraft flew a safe and disciplined intercept of Russian Military Aircraft in the Alaska ADIZ. The conduct of one Russian Su-35 was unsafe, unprofessional, and endangered all – not what you’d see in a professional air force.” – Gen. Gregory Guillot pic.twitter.com/gXZj3Ndkag— North American Aerospace Defense Command (@NORADCommand) September 30, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik á við þetta á sér stað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað kínverska flugmenn um að haga sér ófagmannlega yfir Suður-Kínahafi. Sjá einnig: Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Þá gerðist það tvisvar sinnum yfir Svartahafi í fyrra að rússneskum flugvélum var flogið mjög nærri bandarískum drónum. Í öðru tilvikinnu flaug rússneskur flugmaður á dróna.
Bandaríkin Kanada Rússland Hernaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira