Arftaki Þóris fundinn: „Þetta eru stórir skór að fylla í“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:31 Þórir Hergeirsson á eftir eitt stórmót með norska landsliðinu og hefur náð stórkostlegum árangri. Getty/Steph Chambers Norska handknattleikssambandið hefur tilkynnt um arftaka Þóris Hergeirssonar sem eftir EM í desember hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“ Norski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Þórir hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009 og unnið með því hvorki fleiri né færri en tíu stórmót, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Nú er ljóst að hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad, fyrsti kostur hjá norska sambandinu, mun taka við af Þóri. „Þetta eru stórir skór að fylla í. Þórir hefur skilað stórkostlegu starfi yfir langan tíma,“ sagði Gjekstad eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í morgun. Hann var engu að síður tilbúinn að taka þeirri áskorun, að viðhalda árangrinum sem Þórir hefur náð. Ole Gustav Gjekstad hefur náð frábærum árangri sem þjálfari félagsliða, meðal annars með Vipers Kristiansand.EPA-EFE/Tibor Illyes „Það væri heigulsháttur að sleppa þessu tækifæri. Ég hlakka mikið til. Ég vil halda áfram því sem gert hefur verið,“ sagði Gjekstad sem verður með stóran hluta af sama teymi og Þórir hefur haft. Gjekstad þekkir það vel að vinna titla. Hann stýrði norska liðinu Vipers Kristiansand til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, frá 2021-2023. Áður hafði hann einnig náð frábærum árangri með Larvik. Hann stýrði sömuleiðis karlaliði Drammen á árunum 2005-2008 og vann norsku deildina í tvígang, og norska bikarinn einu sinni. Undanfarið hefur Gjekstad verið þjálfari Odense í Danmörku. Fjallaði um liðið í sjónvarpi Gjekstad hefur þjálfað hóp af þeim leikmönnum sem nú eru í norska landsliðinu og þekkir vel til liðsins. Hann var auk þess sérfræðingur Max-sjónvarpsstöðvarinnar á leikjum norska liðsins á Ólympíuleikunum í sumar, þar sem það vann til gullverðlauna. Gjekstad virðist þó taka við norska liðinu í ákveðnum kynslóðaskiptum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal er hætt, Nora Mörk á í vandræðum með skrokkinn, og fleiri lykilmenn eru að rifa seglin. „Nýr þjálfari mun ekki hafa sama mannskap og Þórir Hergeirsson hefur haft,“ sagði Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay, við Dagbladet í september. Hann bætti við: „Hver sem tekur við starfinu veit að samanburðurinn verður við árangur sem er alveg rosalegur, og þannig verður það alveg burtséð frá því hvaða mannskapur stendur til boða.“
Norski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira