Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 10:16 Teiknuð mynd af Gisèle og Dominique Pelicot í dómsal. AP/Valentin Pasquier Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Eins og frægt er standa yfir réttarhöld í Frakklandi gegn Pelicot og fimmtíu mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu hans, Gisele. Pelicot hefur einnig játað að hafa reynt að nauðga ungri konu árið 1999 og hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu árið 1991 en því neitar hann. Í fyrstu þvertók Pelicot fyrir nauðgunartilraunina en þegar greining á lífsýnum bendlaði hann við málið játaði hann. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Í frétt Le Parisien segir að hugbúnaður sem lögregluembætti á Frakklandi nota til að reyna að finna mögulegar tengingar milli glæpamála hafi tengt fimm mál og þar á meðal eitt morð við Pelicot, en þau mál eru til viðbótar við nauðgunartilraunina sem hann játaði og morðið sem hann hefur verið ákærður fyrir. Nauðgunartilraunin átti sér stað árið 1999. Þá þóttist Pelicot vera að leita sér að leiguíbúð og fékk hana Estella, sem var átján ára gömul, til að sýna sér íbúð. Þegar þau voru ein þar er Pelicot sagður hafa sett snúru um háls hennar og neytt hana til að anda að sér eter þar til hún missti meðvitund. Þá mun hann hafa klætt hana úr buxunum og skónum en flúið þegar hún virtist vera að ná meðvitund aftur. Pelicot heldur því fram að hann hafi orðið hræddur og þess vegna flúið. Þessi árás þykir líkjast morði sem átti sér stað í París 1991. Þá fannst kona að nafni Sophie Narme látin en hún fannst með belti um hálsinn og með eter í blóðinu. Hún var einnig fasteignasali. Pelicot var ekki bendlaður við morðið með lífsýnum en dómarar tóku samt ákvörðun um að ákæra hann fyrir morðið. Rannsakendur hafa leitað að sambærilegum málum í gegnum árin, með áðurnefndum hugbúnaði, þar sem ráðist var á kvenkyns fasteignasala og hafa fimm slík fundist. Í öllum tilvikum notaðist árásarmaðurinn við falskt nafn til að bóka skoðun með fasteignasala og réðst svo á konurnar þegar þau voru ein að skoða íbúð. Le Parisien segir þó að eter hafi ekki verið notað í neinum af þessum nýju málum. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Ein árásin átti sér stað í Vannes árið 1994. Önnur níu dögum seinna í rúmlega sex hundruð kílómetra fjarlægð. Sú þriðja var gerð árið 1995 í Rambouillet og sú fjórða árið 2000 en þá var konan kyrkt með skóreim en henni var ekki nauðgað. Fimmta árásin átti sér stað árið 2004 í Chelles en þá stöðvaði vegfarandi nauðgun á sextugri konu. Rannsóknir á lífsýnum sem voru tekin í að minnsta kosti þremur af þessum málum eru nú til rannsóknar. Béatrica Zavarro, lögmaður Pelicots, sagði í samtali við Le Parisien að þessar rannsóknir komi henni á óvart. Sagði hún að eina markmið þeirra virtist vera að sverta orðspor skjólstæðings hennar enn frekar. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira
Eins og frægt er standa yfir réttarhöld í Frakklandi gegn Pelicot og fimmtíu mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu hans, Gisele. Pelicot hefur einnig játað að hafa reynt að nauðga ungri konu árið 1999 og hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu árið 1991 en því neitar hann. Í fyrstu þvertók Pelicot fyrir nauðgunartilraunina en þegar greining á lífsýnum bendlaði hann við málið játaði hann. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Í frétt Le Parisien segir að hugbúnaður sem lögregluembætti á Frakklandi nota til að reyna að finna mögulegar tengingar milli glæpamála hafi tengt fimm mál og þar á meðal eitt morð við Pelicot, en þau mál eru til viðbótar við nauðgunartilraunina sem hann játaði og morðið sem hann hefur verið ákærður fyrir. Nauðgunartilraunin átti sér stað árið 1999. Þá þóttist Pelicot vera að leita sér að leiguíbúð og fékk hana Estella, sem var átján ára gömul, til að sýna sér íbúð. Þegar þau voru ein þar er Pelicot sagður hafa sett snúru um háls hennar og neytt hana til að anda að sér eter þar til hún missti meðvitund. Þá mun hann hafa klætt hana úr buxunum og skónum en flúið þegar hún virtist vera að ná meðvitund aftur. Pelicot heldur því fram að hann hafi orðið hræddur og þess vegna flúið. Þessi árás þykir líkjast morði sem átti sér stað í París 1991. Þá fannst kona að nafni Sophie Narme látin en hún fannst með belti um hálsinn og með eter í blóðinu. Hún var einnig fasteignasali. Pelicot var ekki bendlaður við morðið með lífsýnum en dómarar tóku samt ákvörðun um að ákæra hann fyrir morðið. Rannsakendur hafa leitað að sambærilegum málum í gegnum árin, með áðurnefndum hugbúnaði, þar sem ráðist var á kvenkyns fasteignasala og hafa fimm slík fundist. Í öllum tilvikum notaðist árásarmaðurinn við falskt nafn til að bóka skoðun með fasteignasala og réðst svo á konurnar þegar þau voru ein að skoða íbúð. Le Parisien segir þó að eter hafi ekki verið notað í neinum af þessum nýju málum. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Ein árásin átti sér stað í Vannes árið 1994. Önnur níu dögum seinna í rúmlega sex hundruð kílómetra fjarlægð. Sú þriðja var gerð árið 1995 í Rambouillet og sú fjórða árið 2000 en þá var konan kyrkt með skóreim en henni var ekki nauðgað. Fimmta árásin átti sér stað árið 2004 í Chelles en þá stöðvaði vegfarandi nauðgun á sextugri konu. Rannsóknir á lífsýnum sem voru tekin í að minnsta kosti þremur af þessum málum eru nú til rannsóknar. Béatrica Zavarro, lögmaður Pelicots, sagði í samtali við Le Parisien að þessar rannsóknir komi henni á óvart. Sagði hún að eina markmið þeirra virtist vera að sverta orðspor skjólstæðings hennar enn frekar.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira
Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01
Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11
„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33