Fram kemur í umfjöllun People að strákurinn hafi þegar hlotið nafn. Hann heitir Ronin Walker Cobain Hawk. Parið tilkynnti fæðingu hans á samfélagsmiðlum. Riley og Francis eru bæði fædd árið 1992.
Þau hafa verið saman í tvö ár og virðast aldrei hafa verið betri. Þau gengu svo skrefinu lengra fyrir rúmu ári síðan þegar þau gengu í það heilaga.
Hamingjuóskum hefur rignt yfir parið. Þannig kastaði Zelda Williams dóttir grínleikarans Robin Williams á þau kveðju. Það gerði Harper Grohl, dóttir Dave Grohl einnig.