Þykist vera norskur Ólympíufari á stefnumótaöppum: „Þetta er ógeðslegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 09:03 Nicholas Lia hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðila sem þykist vera hann og setur sig í samband við konur á þrítugsaldri á stefnumótaöppum. Óprúttinn aðili hefur þóst vera norski sundkappinn Nicholas Lia á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum undanfarin ár. „Þetta er ógeðslegt. Ég veit að ég á ekki tvífara,“ segir Lia. Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Sjá meira