Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 21:04 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, sem er mjög ánægð með listaverkið á vitanum frá Viðari Breiðfjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna. Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn. Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn.
Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira