„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 12:05 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira