Lést 26 ára gamall eftir baráttu við áfengi og þunglyndi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 12:36 Kipyegon Bett með landa sínum Willy Kiplimo Tarbei eftir að þeir komu í mark í 800 metra hlaupi á HM U20 í júlí 2016. Getty/Adam Nurkiewicz Keníumaðurinn Kipyegon Bett er látinn, aðeins 26 ára að aldri, eftir skamma baráttu við veikindi. Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira