Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2024 11:25 Gisele hefur barist hart fyrir því að allar staðreyndir málsins verði dregnar upp á yfirborðið og ekkert dregið undan. Getty/Arnold Jerocki Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira