Þetta staðfestir Björn í samtali við Vísi. Hann segist nú vera að ná utan um allar kröfur, skuldir og eignir búsins. DV greindi fyrst frá.
Veitingastaðnum var lokað tímabundið á mánudaginn en Elvar Ingimarsson, eigandi Ítalíu, sagði þá að ljóst væri að hann yrði ekki opnaður aftur á þeim stað sem hann er núna. Lokun staðarins kom í kjölfar þess að hópur á vegum Eflingar mótmælti meintum launaþjófnaði fyrir utan veitingastaðinn í síðasta mánuði.
Síðan að Eflingar-fólk mótmælti fyrir utan staðinn hefur sendiferðabíll á vegum stéttarfélagsins verið lagt fyrir utan veitingastaðinn. Á honum eru letraðarar ásakanir um launaþjófnað, vinnuréttarbrot og skattsvik. Elvar bíður þess að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum.
Hópur starfsfólks Ítalíu kröfðust þess að Efling fjarlægði bílinn á föstudag. Starfsfólkið sagðist óttast að missa störf sín á staðnum þar sem skilaboð Eflingar fældu frá viðskiptavini.