Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 23:51 Frá skyndilegum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“ Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent