Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 08:20 Frá Nuseirat-flóttamannabúðunum á norðanverðri Gasaströndinni þar sem fólk lést í loftárás í gærkvöldi. Vísir/EPA Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira