„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2024 14:57 Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins segir skynsamlegast að klára fjárlögin. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira