Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. október 2024 21:06 Bjarni Benediktsson mætti á fund forseta á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira