Helgi og Pavel Ermolinskij voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Bónus Körfuboltakvöldi á sunnudaginn. Stefán Árni hóf þáttinn á óvæntu útspili.
„Ég ætla að segja ykkur svolítið. Ég veit ekki hvort þú vitir þetta Pavel en Helgi Magg - og ég trúi ekki að ég hafi aldrei talað um þetta á síðasta tímabili - var einu sinni poppari,“ sagði Stefán Árni. „Ég var ekkert, ég er,“ svaraði Helgi léttur.
Þá kom það upp úr krafsinu að Helgi var í hljómsveitinni Sveittir gangaverðir í kringum aldamótin. Þeir eru hvað þekktastir fyrir lagið „Boogie Boogie“.
„Við vorum heit hljómsveit, og erum enn. Þessir menn hittast reglulega. Ég er ekki duglegur þarna. Ég er ekki einu sinni í þessu lagi. Þetta er góður vinskapur og ég skammast mín núll fyrir Sveitta. Þetta er alvöru hljómsveit,“ sagði Helgi sem rifjaði síðan upp góða sögu af því þegar Fannar Ólafsson lét hann flytja „Boogie Boogie“ fyrir liðsfélaga sína í háskóla.
Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.