Þetta staðfestir hann við Morgunblaðið og kveðst sjaldan hafa verið betri. Hann sé til í slaginn áfram.
Tómas hefur verið aldursforseti á Alþingi frá því að hann tók sæti eftir síðustu alþingiskosningar árið 2021 í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá hlaut Flokkur fólksins, undir formennsku Ingu Sæland, tæplega 9 prósent fylgi á landsvísu.
Tómas er 75 ára og verður því 79 ára undir lok næsta kjörtímabils.
Inga Sæland hefur gefið það út að flokkurinn fari í uppstillingu við val á lista. Listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum.