Í færslu Bjarna á Facebook segir að flokkurinn hafi brugðist mörgu því fólki sem hefur stutt hann.
Á ekki samleið með flokknum lengur
„Á síðustu vikum og mánuðum hef ég styrkts í þeirri trú að ég eigi ekki samleið með VG, þar sé ekki farvegur fyrir hugsjónir og mörg þau brýnustu mál sem ég hef barist fyrir og var kosinn til og ljóst að veran í VG hefur ekki síst orðið æ þungbærari vegferð fyrir fólk með landsbyggðarhjarta.“
Ákvörðun hans hafi legið fyrir í nokkurn tíma en hann hafi kosið að bíða með tilkynningu hennar þar til búið væri að rjúfa þing og ákveða kjördag.
Formaðurinn þakkar fyrir samstarfið
Í færslu á Facebook segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, að Bjarni hafi greint henni frá ákvörðun sinni upp úr hádegi.
„Hér er þakkað fyrir samstarf á langri leið og Bjarna fylgja góðar óskir við þessi kaflaskil.“