„Finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2024 10:31 Jóhanna fer yfir lífshlaupið í nýrri bók sinni. Leikkonan Jóhanna Jónasdóttir sló rækilega í gegn sem leikkona bæði í sjónvarpsþáttum og á sviði bæði í New York og í Hollywood. En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar. Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar.
Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira