„Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 18:33 Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í suðvesturkjördæmi. Vísir/Einar Stofnandi Lýðræðisflokksins hyggst birta framboðslista í öllum kjördæmum á morgun. Hann leggur áherslu á frelsi einstaklingsins og húsnæðismál. Hann lýsir Lýðræðisflokknum sem hófstilltum hægri flokki. Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira