Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi átt sér stað á bílastæði við ótilgreindan stað í Mosfellsbæ.
Maðurinn hafi stungið annan mann með hnífi í kviðinn, og þannig reynt að svipta hann lífi. Í ákærunni segir að afleiðingarnar hafi orðið þær að sá sem varð fyrir árásinni hafi hlotið tveggja til þriggja sentímetra opið stungusár á kviðvegg og að tíu sentímetra þarmur hafi staðið út um sárið.
Réttargæslumaður þess sem varð fyrir árásinni krefst þess að árásarmaðurinn greiði honum tvær milljónir króna auk vaxta.
Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.