Í beinni útsendingu frá viðureign Mills og Dannys Jansen í Modus Super Series í Portsmouth barst talið að matarræði þess fyrrnefnda.
„Kevin Mills er með áhugavert matarræði sem hann notaði jafnvel á brúðkaupsdaginn sinn. Í því eru bara tvær tegundir, og það er allt það sem hann borðar, brauð og flögur,“ sagði annar lýsandinn.
„Á brúðkaupsdaginn fengu allir sér svínasteik en hann sat með flögusamloku. Ég velti fyrir mér hvernig jólamaturinn er hjá honum? Borða allir kalkún, stóra máltíð, en hann situr bara með flögusamloku og smá smjör.“
Lýsandinn sagði jafnframt að Mills hefði mest borðað 46 pakka af flögum á dag. Um og hann hafði sleppt orðinu henti Mills í 180.
🚨 HUGE EXCLUSIVE DARTING STORY 🚨
— MODUS Super Series (@MSSdarts) October 21, 2024
Debutant Kevin Mills has eaten 46 packets of crisp in one day... FORTY SIX 😱
Kevin has openly admitted that the only TWO things he eats on a daily basis are CRISPS and BREAD! 🤯
Safe to say I didn't expect to be typing that this morning... pic.twitter.com/mdpzKHtEQV
Mills tapaði samt viðureigninni gegn Jansen, 4-1. Hann hefur væntanlega huggað sig með eins og einum snakkpoka.