„Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 11:49 Pelicot mun að öllum líkindum bera vitni í þriðja sinn áður en réttarhöldunum lýkur. AP/Lewis Joly Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. „Það var svo oft sem ég sagði við sjálfa mig hversu heppinn ég væri að hafa þig mér við hlið,“ sagði Gisèle. „Hann fór með mér til taugalæknis, í rannsóknir, þegar ég var áhyggjufull. Hann fór líka með mér til kvensjúkdómalæknisins. Ég treysti honum algjörlega.“ Gisèle leitaði til læknanna sökum einkenna sem síðar kom í ljós að tengdust lyfjum sem eiginmaður hennar, Dominique, gaf henni í áraraðir til að ræna hana meðvitund. Hún sagðist meðal annars oftsinnis hafa vaknað og upplifað þá tilfinningu að hafa misst vatnið, eins og fyrir fæðingu. „Hvernig gat hinn fullkomni maður gert þetta? Hvernig gastu svikið mig svona? Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Nauðgarinn einn sé ábyrgur og skömmin hans Réttarhöld yfir Dominique og tugum annarra manna sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn Gisèle hafa nú staðið yfir í rúma tvo mánuði en þetta er í annað sinn sem Gisèle tjáir sig í dómsal. Dómarar í málinu sögðust vilja gefa henni tækifæri til að tjá sig um það sem fram hefði komið hingað til og útskýra nokkur atriði. Í þessari viku stendur til að heyra frá sex mönnum sem eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað Gisèle en unnustur þeirra og mæður eru meðal þeirra sem hafa borið vitni í morgun og vikunni. Gisèle varði nokkrum tíma í morgun í að ítreka fyrir konunum að gjörðir manna þeirra væru ekki þeirra sök. Áður hafði lögmaður hennar talað beint til einnar konunnar. Sú hafði greint frá því fyrir dómi að eftir að móðir hennar veiktist illa hefði hún misst áhugann á kynlífi og ítrekað neitað manni sínum um kynlíf. Þegar hún hefði komist að því að maðurinn hefði verð handtekinn fyrir að nauðga Gisèle hefði hún hugsað að það væri sér að kenna, þar sem hann hefði haft óuppfylltar þarfir. „Þú heldur að vegna þess að þú neitaðir manninum þínum um kynferðislegt samband, af því að móðir þín var veik og þú með hugann við annað, þá hafir þú átt þátt í því sem gerðist,“ sagði Stéphane Babonneau, lögmaður Gisèle, fyrir hennar hönd, við konuna. „Fyrir Gisèle þá gerðist þetta ekki af því að þú neitaðir manninum um kynlíf. Því að eiginkonu ber aldrei skylda til að stunda kynlíf með eiginmanni sínum. Skilur þú það?“ Það lægi alveg klárt fyrir af hálfu Gisèle að konan ætti engan þátt að máli. Sagðist ekki telja Dominique hafa verð að hefna fyrir framhjáhald Gisèle sagðist í morgun vera gjörsamlega eyðilögð yfir því sem hefði hent hana og hvatti konur til dáða; skömmin væri aldrei þeirra. Hún var spurð að því hvort hún myndi eftir atvikum þar sem Dominique hefði borð í hana mat og drykk og sagði hann oftsinnis hafa eldað. Hún hefði raunar verið honum afar þakklát og oft hugsað hversu heppin hún væri að eiga svona yndislegan mann. Þá sagðist hún ekki kannast við nærfatnaðinn sem hún hafði sést í á myndskeiðum sem Dominique tók af kynferðisobeldinu. Hún hefði ekki átt þess konar nærföt og hann hlyti að hafa útvegað sér hann annars staðar frá. Gisèle var einnig spurð að því hvort hún héldi að Dominique hefði brotið gegn henni til að hefna fyrir framhjáhald sem hún játaði fyrir honum. Hún sagðist ekki telja að svo væri; það hefði átt sér stað fyrir mörgum árum, hann einnig haldið framhjá henni og þau hefðu einfaldlega rætt málið. Þá sagðist hún aldri hafa orðið vör við það að hann væri reiður eða ofbeldisfullur en þau hefðu rifist eins og önnur hjón. Dominique hefði alist upp við erfiðar aðstæður og faðir hans beitt hann og móður hans harðræði en hann hefði kynnst ást í gegnum hana og fjölskyldu hennar. „Ég bjó með honum í fimmtíu ár; ég hefði ekki verið um kyrrt í fimmtíu ár ef hann hefði verið ofbeldisfullur. Við rifumst eins og öll pör. Við glímdum við ýmsar áskoranir; veikindi, vinnu peninga. Hann var ekki hrotti. Hann lamdi mig aldrei... Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að maður gæti gert svona nokkuð.“ Mál Dominique Pélicot Frakkland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
„Það var svo oft sem ég sagði við sjálfa mig hversu heppinn ég væri að hafa þig mér við hlið,“ sagði Gisèle. „Hann fór með mér til taugalæknis, í rannsóknir, þegar ég var áhyggjufull. Hann fór líka með mér til kvensjúkdómalæknisins. Ég treysti honum algjörlega.“ Gisèle leitaði til læknanna sökum einkenna sem síðar kom í ljós að tengdust lyfjum sem eiginmaður hennar, Dominique, gaf henni í áraraðir til að ræna hana meðvitund. Hún sagðist meðal annars oftsinnis hafa vaknað og upplifað þá tilfinningu að hafa misst vatnið, eins og fyrir fæðingu. „Hvernig gat hinn fullkomni maður gert þetta? Hvernig gastu svikið mig svona? Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Nauðgarinn einn sé ábyrgur og skömmin hans Réttarhöld yfir Dominique og tugum annarra manna sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn Gisèle hafa nú staðið yfir í rúma tvo mánuði en þetta er í annað sinn sem Gisèle tjáir sig í dómsal. Dómarar í málinu sögðust vilja gefa henni tækifæri til að tjá sig um það sem fram hefði komið hingað til og útskýra nokkur atriði. Í þessari viku stendur til að heyra frá sex mönnum sem eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað Gisèle en unnustur þeirra og mæður eru meðal þeirra sem hafa borið vitni í morgun og vikunni. Gisèle varði nokkrum tíma í morgun í að ítreka fyrir konunum að gjörðir manna þeirra væru ekki þeirra sök. Áður hafði lögmaður hennar talað beint til einnar konunnar. Sú hafði greint frá því fyrir dómi að eftir að móðir hennar veiktist illa hefði hún misst áhugann á kynlífi og ítrekað neitað manni sínum um kynlíf. Þegar hún hefði komist að því að maðurinn hefði verð handtekinn fyrir að nauðga Gisèle hefði hún hugsað að það væri sér að kenna, þar sem hann hefði haft óuppfylltar þarfir. „Þú heldur að vegna þess að þú neitaðir manninum þínum um kynferðislegt samband, af því að móðir þín var veik og þú með hugann við annað, þá hafir þú átt þátt í því sem gerðist,“ sagði Stéphane Babonneau, lögmaður Gisèle, fyrir hennar hönd, við konuna. „Fyrir Gisèle þá gerðist þetta ekki af því að þú neitaðir manninum um kynlíf. Því að eiginkonu ber aldrei skylda til að stunda kynlíf með eiginmanni sínum. Skilur þú það?“ Það lægi alveg klárt fyrir af hálfu Gisèle að konan ætti engan þátt að máli. Sagðist ekki telja Dominique hafa verð að hefna fyrir framhjáhald Gisèle sagðist í morgun vera gjörsamlega eyðilögð yfir því sem hefði hent hana og hvatti konur til dáða; skömmin væri aldrei þeirra. Hún var spurð að því hvort hún myndi eftir atvikum þar sem Dominique hefði borð í hana mat og drykk og sagði hann oftsinnis hafa eldað. Hún hefði raunar verið honum afar þakklát og oft hugsað hversu heppin hún væri að eiga svona yndislegan mann. Þá sagðist hún ekki kannast við nærfatnaðinn sem hún hafði sést í á myndskeiðum sem Dominique tók af kynferðisobeldinu. Hún hefði ekki átt þess konar nærföt og hann hlyti að hafa útvegað sér hann annars staðar frá. Gisèle var einnig spurð að því hvort hún héldi að Dominique hefði brotið gegn henni til að hefna fyrir framhjáhald sem hún játaði fyrir honum. Hún sagðist ekki telja að svo væri; það hefði átt sér stað fyrir mörgum árum, hann einnig haldið framhjá henni og þau hefðu einfaldlega rætt málið. Þá sagðist hún aldri hafa orðið vör við það að hann væri reiður eða ofbeldisfullur en þau hefðu rifist eins og önnur hjón. Dominique hefði alist upp við erfiðar aðstæður og faðir hans beitt hann og móður hans harðræði en hann hefði kynnst ást í gegnum hana og fjölskyldu hennar. „Ég bjó með honum í fimmtíu ár; ég hefði ekki verið um kyrrt í fimmtíu ár ef hann hefði verið ofbeldisfullur. Við rifumst eins og öll pör. Við glímdum við ýmsar áskoranir; veikindi, vinnu peninga. Hann var ekki hrotti. Hann lamdi mig aldrei... Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að maður gæti gert svona nokkuð.“
Mál Dominique Pélicot Frakkland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira