Steinunn Ólína ekki á leið í framboð Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 13:25 Steinunn Ólína segist enga löngun hafa til að fara í framboð núna, hún hafi öðrum hnöppum að hneppa. vísir/arnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lengi verið orðuð við framboð í komandi Alþingiskosningum. Helst hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið nefndur í tengslu við það. Steinunn Ólína segir hins vegar ekkert slíkt í pípunum. „Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“ Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
„Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“
Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira