Markakóngurinn Benoný: „Þetta var bara geðveikt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:36 Benony Breki Andrésson er markakóngur Bestu-deildarinnar. Vísir/Anton Brink Benoný Breki Andrésson átti vægast sagt góðan leik er KR tók á móti HK í lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í dag. KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28