Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2024 20:18 Selenskíj og Bjarni fyrir utan ráðherrabústaðinn á Þingvöllum í dag. Fjölmiðlaskarinn fylgist með þeim. Vísir/Vilhelm Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira