„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 09:00 Ævintýrakonurnar Unnur María Pálmadóttir og Lilja Sigurgeirsdóttir elska að ferðast og hreyfa sig og hafa nú sameinað þetta tvennt. Aðsend „Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands. Ævintýraferðir ekki bara fyrir strákana Þær lifa báðar og hrærast í hreyfingu og hefur það lengi verið draumur þeirra að skipuleggja hreyfi-og ævintýraferðir fyrir konur sem þær hafa nú loksins kýlt á. „Það eru ekki bara strákarnir sem eru að fara í ævintýraferðir heldur konurnar líka. Hreyfiferðir hafa verið mjög vinsælar hér á Íslandi síðustu ár og okkur fannst vera pláss fyrir hreyfiferð sem myndi blanda saman lúxus, hreyfingu, upplifun, dekri og leikgleði. Við höfum stundum grínast með það að hingað til höfum við sjálfar kannski ekki verið þær fyrstu til að bóka okkur í skipulagðar ferðir. Þess vegna langar okkur sérstaklega til þess að búa til ferð sem við sjálfar myndum vilja fara í á sama tíma og við vonumst eftir því að það séu fleiri konur á svipuðum stað og við. Sjálfstæðar konur með margvísleg áhugamál sem eru jafnvel vanar að ferðast mikið og þannig fullfærar um að græja skemmtilegar ferðir sjálfar með fólkinu sínu en hefðu gjarnan áhuga á að skella sér í ferð sem væri alvöru frí fyrir uppteknar konur.“ Unnur og Lilja eru miklar ævintýrakonur. Aðsend Kærkomið frí frá vaktinni Lilja er einka- og liðleikaþjálfari og Unnur María með jógakennararéttindi. „Við erum báðar mikið fyrir að hreyfa okkur á fjölbreyttan hátt og finnst okkur mikilvægt að tvinna inn skemmtilegri hreyfingu í svona ferð. Við byrjum því flest alla morgna á léttu hreyfiflæði, styrk & liðleika ásamt Yin Yoga í bland. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að öll hreyfing sé undir berum himni en það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í öllu.“ View this post on Instagram A post shared by Falkensteiner (@falkensteiner_hotels) Ferðin verður í lok maí í Króatíu og segja þær að umhverfið sé algjört draumur. Hér má finna nánari upplýsingar um það. „Við viljum gefa nútíma ofurkonum frí frá vaktinni. Að konur geti mætt í ferð þar sem þær þurfa ekki að skipuleggja neitt frekar en þær vilja, þar sem búið er að setja upp dagskrá sem inniheldur skemmtilega fjölbreytta afþreyingu í bland við rólegheit og lúxus. Það verður að vera smá stuð með, Padel og fleira skemmtilegt.“ Stöllurnar eru mikið fyrir fjölbreytta hreyfingu.Aðsend „Abbó“ út í steggjamyndbönd Þær segja að uppleggið sé fyrst og fremst að svitna aðeins og hlæja meira áður en haldið er út í ævintýri dagsins. „Ég hef svo oft verið í brúðkaupum þar sem ég verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd, þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Án þess að gera lítið úr gæsunum okkar kvenpeningsins þá erum við gjarnan í aðeins rólegri uppátækjum,“ segir Lilja og Unnur tekur undir. „Við munum stunda hreyfing og jóga og fara í heilsulind en við viljum við líka skapa ævintýri og ógleymanlegan minningar fyrir konurnar þannig að það verður ýmislegt spennandi í boði, fjórhjólaferð með mögnuðu útsýni, siglingar, hjólaferðir, stuð á ströndinni, menningarferðir, náttúrufegurð og margt fleira.“ Þær segja að lokum mikilvægt að halda í leikgleðina í lífinu. „Með öllu því sem fylgir lífsins amstri höfum við margar mögulega ekki gefið okkur tíma til þess að rækta þennan part af okkur. Okkur langar því til þess að gefa konum færi á að finna leikgleðina, fíflast og skemmta sér.“ Unnur og Lilja segja mikilvægt að halda í leikgleðina.Aðsend Heilsa Ferðalög Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Sjá meira
Ævintýraferðir ekki bara fyrir strákana Þær lifa báðar og hrærast í hreyfingu og hefur það lengi verið draumur þeirra að skipuleggja hreyfi-og ævintýraferðir fyrir konur sem þær hafa nú loksins kýlt á. „Það eru ekki bara strákarnir sem eru að fara í ævintýraferðir heldur konurnar líka. Hreyfiferðir hafa verið mjög vinsælar hér á Íslandi síðustu ár og okkur fannst vera pláss fyrir hreyfiferð sem myndi blanda saman lúxus, hreyfingu, upplifun, dekri og leikgleði. Við höfum stundum grínast með það að hingað til höfum við sjálfar kannski ekki verið þær fyrstu til að bóka okkur í skipulagðar ferðir. Þess vegna langar okkur sérstaklega til þess að búa til ferð sem við sjálfar myndum vilja fara í á sama tíma og við vonumst eftir því að það séu fleiri konur á svipuðum stað og við. Sjálfstæðar konur með margvísleg áhugamál sem eru jafnvel vanar að ferðast mikið og þannig fullfærar um að græja skemmtilegar ferðir sjálfar með fólkinu sínu en hefðu gjarnan áhuga á að skella sér í ferð sem væri alvöru frí fyrir uppteknar konur.“ Unnur og Lilja eru miklar ævintýrakonur. Aðsend Kærkomið frí frá vaktinni Lilja er einka- og liðleikaþjálfari og Unnur María með jógakennararéttindi. „Við erum báðar mikið fyrir að hreyfa okkur á fjölbreyttan hátt og finnst okkur mikilvægt að tvinna inn skemmtilegri hreyfingu í svona ferð. Við byrjum því flest alla morgna á léttu hreyfiflæði, styrk & liðleika ásamt Yin Yoga í bland. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að öll hreyfing sé undir berum himni en það er að sjálfsögðu engin skylda að taka þátt í öllu.“ View this post on Instagram A post shared by Falkensteiner (@falkensteiner_hotels) Ferðin verður í lok maí í Króatíu og segja þær að umhverfið sé algjört draumur. Hér má finna nánari upplýsingar um það. „Við viljum gefa nútíma ofurkonum frí frá vaktinni. Að konur geti mætt í ferð þar sem þær þurfa ekki að skipuleggja neitt frekar en þær vilja, þar sem búið er að setja upp dagskrá sem inniheldur skemmtilega fjölbreytta afþreyingu í bland við rólegheit og lúxus. Það verður að vera smá stuð með, Padel og fleira skemmtilegt.“ Stöllurnar eru mikið fyrir fjölbreytta hreyfingu.Aðsend „Abbó“ út í steggjamyndbönd Þær segja að uppleggið sé fyrst og fremst að svitna aðeins og hlæja meira áður en haldið er út í ævintýri dagsins. „Ég hef svo oft verið í brúðkaupum þar sem ég verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd, þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Án þess að gera lítið úr gæsunum okkar kvenpeningsins þá erum við gjarnan í aðeins rólegri uppátækjum,“ segir Lilja og Unnur tekur undir. „Við munum stunda hreyfing og jóga og fara í heilsulind en við viljum við líka skapa ævintýri og ógleymanlegan minningar fyrir konurnar þannig að það verður ýmislegt spennandi í boði, fjórhjólaferð með mögnuðu útsýni, siglingar, hjólaferðir, stuð á ströndinni, menningarferðir, náttúrufegurð og margt fleira.“ Þær segja að lokum mikilvægt að halda í leikgleðina í lífinu. „Með öllu því sem fylgir lífsins amstri höfum við margar mögulega ekki gefið okkur tíma til þess að rækta þennan part af okkur. Okkur langar því til þess að gefa konum færi á að finna leikgleðina, fíflast og skemmta sér.“ Unnur og Lilja segja mikilvægt að halda í leikgleðina.Aðsend
Heilsa Ferðalög Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Sjá meira