„Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:28 Ísak Gústafsson sækir á vörn MT Melsungen. Elvar Örn Jónsson reynir að stöðva hann. Vísir/Anton Brink Ísak Gústafsson átti góðan leik fyrir Val er liðið tók á móti toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, MT Melsungen, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira