Beðin um að tilkynna líkfundi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. október 2024 11:42 Petra Ósk Steinarsdóttir, dýralæknanemi sem býr í grennd við Valensía-borg. Aðsend Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“ Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Petra Ósk Steinarsdóttir dýralæknanemi sem býr tíu mínútum frá Valensía-borg, segist hafa sloppið að mestu við flóðið en tekur fram að eyðilegging eftir óveðrið í nótt sé umtalsverð. Fólk á svæðinu er beðið um að tilkynna líkfundi í sérstakt símanúmer. „Ég bý fyrir norðan borgina, tíu mínútum fyrir ofan. Það versta sem var þarna, var beint fyrir neðan hana og í kringum hana. Þessir bæir sem voru að lenda verst í þessu eru sumir bara 20 mínútum frá mér. Ég er aðallega bara að sjá eftir vindinn, það er mikið af brotnum trjám. Ég er að sjá hérna í nágrenninu eyðileggingu, einn gluggi sem er brotinn. Grindverkið í garðinum mínum brotnaði. Það var bara rifið upp úr steypunni.“ Nóttin skelfileg Hún segir alla þá Íslendinga sem hún þekkir á svæðinu vera örugga. Ótrúlegt sé að sjá að staðir sem hún er vön að keyra í gegnum séu rústir einar. Nóttin hafi verið skelfileg og óraunverulegt sé að horfa upp á afleiðingar hamfaranna. „Þetta byrjaði þannig að við byrjuðum að fá neyðarskilaboð í símann frá ríkinu sem er þá bara svona sírena sem kemur í símann. Það byrjar að segja, haldið ykkur inni ekki fara neitt, og ég var að fá þannig yfir nóttina. Ég vaknaði tvisvar yfir nóttina við það að það var sírena í gangi í símanum mínum. Ég fékk svona skilaboð í nótt aftur. Fékk þá símanúmer fyrir ef maður finnur fólk sem er dáið að láta vita, því talan er núna komin yfir 50, þá virkar ekki lengur að hringja í neyðarlínuna.“ Petra stunda nám við dýralækningar.Aðsend Neyðarástand á svæðinu Petra segist eiga að halda sig inni í dag samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum. Skólar, fyrirtæki og flest allir staðir á svæðinu séu lokaðir í dag. „Við fengum annað svona neyðarskilaboð í morgun, bara vinsamlegast haldið ykkur inni, leyfið lögreglu og þeim að nota göturnar til að hjálpa.“ Svo það er bara algjört neyðarástand þarna á svæðinu? „Já eiginlega. Þetta var mjög skrítið í nótt, þegar þetta var sem verst.“
Spánn Náttúruhamfarir Veður Íslendingar erlendis Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira