Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Árni Jóhannsson skrifar 30. október 2024 21:27 Tinna Guðrún gerði vel í kvöld og skilaði 14 stigum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar. Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“ Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31