Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti þann 13. október vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur.
Konan, sem var tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti.
Lögreglan hefur greint frá því að maðurinn væri sonur konunnar. Fréttastofa hefur fjallað um ofbeldi hans í garð foreldra sinna.