Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 20:53 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands samþykktu í gær með 93 prósent atkvæða að boða til verkfalls sem átti að hefjast 18. nóvember, hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Á aðalfundi Læknafélagsins í dag kom fram að íslenska ríkið telur boðunina ólögmæta. Mikil óánægja ríkir meðal lækna um þá niðurstöðu ríkisins. Viðræður gengið vel hingað til Steinunn segir að henni hafi fundist kjaraviðræðurnar ganga vel hingað til, og hún hafi fundið fyrir sameiginlegum vilja beggja vegna borðsins að nálgast þær á uppbyggilegan hátt. Þetta útspil geti hins vegar hleypt illu blóði í viðræðurnar. „Það var mín tilfinning á aðalfundinum, að þetta hafi farið mjög illa í félagsmenn sem þar voru staddir, svo ekki sé harðar að orði kveðið,“ segir Steinunn, en hún var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Steinunn segir að afstaða ríkisins hafi komið mjög flatt upp á lækna, þau hafi boðað til verkfalls með nákvæmlega sama hætti fyrir tíu árum síðan. „Eina verkfallið sem við höfum farið í. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir við útfærsluna sem var algjörlega sambærileg,“ segir hún. Aðgerðir dæmdar ólöglegar og hvatt til harðari aðgerða í staðinn Steinunn segir að athugasemdir ríkisins snúi að útfærslunni á sjálfum verkfallsaðgerðunum. Til dæmis séu gerðar athugasemdir við það að verkföllum sé skipt milli deilda til dæmis á Landspítalanum eftir dögum, í staðinn fyrir að taka allan Landspítalann í einu. „Við þurfum í rauninni að leggjast yfir það hvernig við bregðumst við þessu og hvort við þurfum þá að útfæra það þannig að við þurfum að taka heilan spítala í einu.“ Það eru miklu harðari aðgerðir í sjálfu sér? „Nefnilega, þannig að okkur finnst svolítið eins og með þessu sé verið að þrýsta okkur í harðari aðgerðir. Við vildum fara mildilega af stað vegna þess að við vitum að þessi þjónusta er gríðarlega mikilvæg og hún er viðkvæm,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Heilbrigðismál Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. 1. nóvember 2024 15:24
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42